Vestur- og Suðurland
á 6 dögum

(leiðarkort)

Dagur 1:

Við leggjum af stað snemma úr Reykjavík í þessa ferð (8:30), og ökum sem leið liggur fyrir Hvalfjörð og um Leirársveit og fyrir Hafnarfjall uns komið er í Borgarnes um kl 10. Eftir stuttan stans er síðan haldið áfram vestur Mýrarnar og dáðst að Eldborginni og síðan um hraunbreiður sunnanundir Snæfellsnesfjallgarðinum, að hinu fallega stuðlabergi á Gerðubergi og að Vegamótum þar sem áhugaverðir minjagripir og fallegir steinar úr nálægum fjörum og giljum eru á boðstólnum.
Fuglalífið á tjörnum og lækjum í nágrenni við Ölduhrygg, eins og til dæmis á Hofgarðatjörn, er margrómað,og síðan má bregða sér heim að bæjunum Ölkeldu eða Lýsuhóli og gæða sér á þeirra öndvegisvatni. Bjarnafoss, Búðahraun og kirkjan og hin margrómaða skeljasandsfjara sem finna má við Búðir, eins og víðar á sunnanverðu Snæfellsnesi eru ótæmandi fyrirmyndir góðra ljósmyndara.
Annar slíkur staður er Arnarstapi, þar sem Stapafell með Snæfellsjökul í baksýn draga ósjálfrátt að sér athygli ferðamannsins, en þegar þangað er komið leggjum við í gönguferð meðfram sjávarsíðunni og dáumst að fuglalífinu og hinni afar furðulega vogskornu strönd., jafnvel allaleið yfir að Hellnum.
Kvöldverður og gisting á Arnarstapa eða Hellnum

Dagur 2:

Við tökum daginn snemma næsta morgun og gefum okkur tíma til þess að skoða Malarrif, og síðan verða hellarnir við Purkhóla og Djúpalónssandur næst á vegi okkar, en á þeim síðastnefnda göngum við til sjávar og hugum að aflraunasteinum og flakinu af breska togaranum Epine sem þarna fórst árið 1948.
Á Gufuskálum getur að líta hæsta mannvirki Íslands,áður lóranstöð Atlantshafsbandalagsins en nú langbylgjumastur Ríkisútvarpsins, og við Hellissand er tilvalið að skyggnast aftur í aldir með því að ganga upp að hinum fornu fiskbyrgjum í hraunjaðrinum og skoða síðan minjasafnið um útgerðarhætti þeirra Snæfellinga á eftir.
Í Ólafsvík er tilvalið huga að veitingum og þjónustu, enda eini staðurinn á Útnesinu þar sem slíka þjónustu er að fá allan ársins hring.
Frá Ólafsvík höldum við aftur í austurátt, um Fróðársveit og brátt birtist okkur hinn mikilúðlegi Búlandshöfði en þar finnast, eins og margir vita merkilegir plöntusteingervingar í jarðlögum sem liggja í u.þ.b. 150 m. hæð yfir sjávarmáli. Vegurinn um höfðann liggur hátt og þegar hæsta punkti er náð þá opnast stórfenglegt útsýni yfir norðurstrandlengju Snæfellsness í austurátt.
Brátt er komið í Grundarfjörð þar sem bæði getur að líta einkar fagurt útsýni til fjalla og í átt til hafs þar sem hið formfagra Kirkjufell (463m) ber við himinn.
Stuttu síðar komum við í Stykkishólm, þar sem að sumri til gefst tækifæri til þess að komast í siglingu út á milli eyjanna á Breiðafirði, eða í sjóstangaveiði, en annars verðum við að láta okkur nægja að dást að og heimsækja einhver hinna mjög svo fallegu gömlu hús í Hólminum sem hafa verið gerð upp og færð í upprunalegt horf af einstakri kostgæfni. Einnig er vel þess virði að heimsækja skógræktarátak heimamanna í útjaðri bæjarins en þar hefur verið lyft Grettistaki.
Við höldum síðan inn Skógarströnd og yfir í Dalasýslu þar sem ætlunin er að gista á Hótel Laugum í Sælingsdalur, en þar er jarðhiti og stendur ágætis sundlaug gestum til boða, eða góðri bændagistingu á Stóra-Vatnshorni, í Haukadal.

Dagur 3:

Dalirnir (sem heilla eins og við vitum) eru fyrst og fremst þekktir fyrir sögustaði sína úr Íslendingasögum, fyrst og fremst Laxdælu, en hér eru Krosshólaborg Auðar djúpúðgu og Hvammur í Dölum í næsta nágrenni.Síðan eru sögustaðir Eiríks Sögu Rauða í Haukadal, þar sem bær hans, Eiríksstaðir, hefur nú verið endurgerður, og munum við heimsækja staðinn og rifja upp sögu þeirra feðga, Eiríks og Leifs hins heppna sonar hans í leiðinni.
Haldið er því næst suður á bóginn í átt að Bröttubrekku, og yfir í Norðurárdal, þar ssem upplagt er að reyna örlítið á líkamann með léttri göngu á Grábrókargígi, og virða fyrir sér útsýnið af efstu brún og einkum það hraunflóð sem hér átti sér stað fyrir á að giska 2500 árum.. Því næst höldum við upp í Borgarfjarðardali, og komum fyrst við í Deildartungu þar sem vatnsmesti hver landsins sér obbanum af íbúum héraðsins fyrir heitu vatni. Þaðan er stuttur spölur yfir að Reykholti, þar sem afbragðsgóð sýning um verk og störf Snorra Sturlusonar hefur verið sett upp, auk þess sem vert er að líta á Snorralaug, og þann mikla fornleifauppgröft sem nú fer fram á svæðinu.
Eftir að hafa skoðað Hraunfossa og Barnafoss í Hvítársíðu, þá leggjum við á Kaldadal, en ef sú leið er ófær, þá höldum við um Kjósarskarðsleið til Þingvalla þar sem okkar býður kvöldverður og mjög góð næturgisting í bændagistingu í nágrenni vatnsins.

Dagur 4:

Þegar við höfum lokið við að skoða þjóðgarðinn á Þingvöllum árla dags, jafnt þingstaðinn, sem þau jarðfræðilegu stórmerki sem þar getur að líta, þá höldum við yfir Lyngdalsheiði um Gjábakkaveg til Laugarvatns, þar sem við lítum á Vígðulaug og önnur ummerki jarðhita við vatnið og žvķnęst framhjį byggšakjarnanum į Laugarvatni og yfir į Biskupstungnabraut allt žar til viš komum aš Geysi ķ Haukadal skömmu fyrir hįdegiš. Viš byrjum į žvķ aš huga aš gamla "höfšingjanum" sjįlfum fikrum okkur sķšan upp aš Blesa og fylgjumst svo meš 2-3 gosum ķ Strokki sem gżs reglulega į 2 -3 mķnśtna fresti
Eftir aš hverasvęšiš hefur veriš skošaš er žvķ kominn tķmi til žess aš huga aš hįdegisverši. Eftir hįdegiš snśum viš okkur fyrst aš žvķ aš skoša Gullfoss sem ķ öllum sķnum fjölbreytileika lętur aldrei neinn ósnortinn, jafnvel ekki žį sem hafa skošaš hann margoft..
Viš höldum žvķnęst nišur Biskupstungnabraut, en į žeirri leiš getur oft aš lķta bęši mikil hrossa-og įlftastóš og aš sjįlfum höfušstašnum Skįlholti žar sem viš skošum kirkjubygginguna, grafhvelfinguna og steinkistu Pįls biskups ef ašgangur leyfir.
S
íðan rennum við niður á Skeiðaveginn allt að Flúðum, þar sem margskonar ferðaþjónusta stendur til boða, og höldum síðan upp Þjórsárdalinn þar sem t.d. má skoða Hjálparfoss, eða Þjóðveldisbæinn við Búrfell eða jafnvel rústirnar á Stöng , Gjána og Háafoss. Ofan stíflu lítum við á hinar umfangsmiklu framkvæmdir sem nú standa þar yfir við stækkun virkjana á svæðinu.
Handan Þjórsár erum við svo komin á Landveg og um leið og bíllinn þýtur átakalaust yfir vikurbreiðurnar þá vonumst við að sjálfsögðu til að Hekla sýni á sér betri hliðina og gott útsýni gefist til fjallsins.
Aðsíðustu, þá höldum við suður á bóginn um Næfurholtsveg, og munum njóta gistingar og beina í frábærri bændagistingu í nágrenni Gunnarsholts, þar sem heitir pottar bíða ferðalanganna.

Dagur 5:

Við hefjum daginn með því að skoða elstu uppistandandi hús á íslandi, þar sem gamli bærinn á Keldum er annars vegar, en hann er að stofni til frá tímum Sturlunga, að því að talið er. Síðan er haldið niður á þjóðveg allra landsmanna, og eftir að Hvolsvöllur er að baki, blasa Eyjafjallajökull og Seljalandsfoss við þar sem hann steypist í stórum sveig fram af hamrabrúninni.
Á leið okkar undir Eyjafjöllunum, þar sem víðáttumiklir kornakrar blasa víða við, þá er vert að huga að breyttum veðurfars-og gróðurskilyrðum á Íslandi allt frá landnámsöld, en skyndilega kemur annar hamrabúi í ljós, nefnilega Skógafoss, og ekki spillir það fyrir ef útsýnið upp Skógaheiði, allt til Goðasteins og jökulsins er gott.
Við eigum nú stutt ófarið til víkur í Mýrdal, en áður en þangað er komið má gefa sér tíma til þess að skoða Dyrhólaey eða Reynisfjöru,nýfallið grjót og skriðuhlaup úr Pétursey, og margt fleira.
Eftir hádegisverð í Vík í Mýrdal , er haldið áfram austur á bóginn, yfir auðnina Mýrdalssand og hraunflákann Eldhraun en á báðum stöðum geta sandstormar hrellt ferðalangana. Og ekki gleymum við að gjóa augum upp í Heklugjá þar sem hættan liggur sífellt í leyni undir gljáandi íshjúpnum.
Á Kirkjubæjarklaustri rifjum við upp sögu staðarins og Eldklerksins í hinu nýja fræðasetri sem nýlega hóf starfsemi, skoðum Kirkjugólfið og höldum síðan áfram austur Síðu og Fljótshverfi.
Kvöldverður og gisting á Hótel Kirkjubæjarklaustri eða góðri bændagistingu í Meðallandinu.

Dagur 6

Á leiðinni austur á bóginn næsta dag, getum við byrjað á að skoða Dverghamra við Foss á Síðu og bænahúsið á Núpsstað , en brátt er komið á Skeiðarársand, þar sem hið mikla hamfaraflóð átti sér stað í Nóvember 1996. Ummmerki um þau ósköp hafa nú flest verið afmáð, og vegir og brýr endurbættir, en ákaflega góð og skilmerkileg sögusýning um þessa atburði hefur nú verið opnuð í þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli, og hana látum við ekki hjá líða að skoða.
Eftir notalega gönguferð í átt að Skaftafellsjökli, eða upp að Svartafossi, þá liggur leið okkar um Öræfasveit, þar sem ekki er úr vegi að skoða fallegu torfkirkjuna á Hofi, og með sjálfan Öræfajökul á vinstri hönd þá vonumst eftir því að gott útsýni gefist á leiðinni til sjálfs Hvannadalshnúks (2110 m), svo og til allra hinna fjölmörgu skriðjökla falla fram af bergstálinu og breiða úr sér á láglendinu.
Bátsferðum um Jökulsárlón er aðeins haldið uppi að vor og sumarlagi, en sé ferð okkar farin á öðrum árstímum, þá má allt eins byrja á því að dást að virðulegri siglingu stórjakanna á lóninu, og leggja svo í góða gönguferð niður með stystu jökulsá landsins allt til sjávar og kíkja á leiðinni eftir sel, sem gjarnan heldur til í útfallinu þar sem hann situr fyrir fiski sem gjarnan leitar upp í ósinn.
Annar möguleiki á ævintýraferð þennan dag er að leggja upp í Ingólfshöfðaleiðangur með feðgunum á Hofsnesi, en sú ferð er einkar áhugaverð snemmsumars þegar fuglalífið í höfðanum stendur í sem mestum blóma.
Að lokum komum við svo síðdegis til Hafnar í Hornafirði, þar sem tími gefst til þess að skoða hið fjölbreytta athafnalíf við höfnina, og skoða innsiglinguna til hafnarinnar, sem ekki á sinn líka á Íslandi.
Ferðinni lýkur svo með því að tekið er kvöldflug frá Höfn og flogið aftur til Reykjavíkur.

Lengd: 6 dagar, 6 nætur.
Lágmarksfjöldi farþega: 2 manns.
Brottfarir: Annan hvern mánudag eða samkvæmt pöntun, starfrækt allt árið.

Vetrarverð:(Október til Apríl):
Sumar
Verð:
(Maí-September):
Staðfestingargjald: 30% ; Álag vegna eins manns herbergis: +18%

Fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum velkomnar: bókið og staðfestið.
Þóknun til söluaðila: leitið tilboða.
Brottfarir: Sjá Brottfarir hér til vinstri

Söluskilmálar (vinsamlegast lesið vandlega)

Nauðsynlegur búnaður: Góðir gönguskór og hlífðarfatnaður, takið einnig með sundskýlu.

Innifalin þjónusta: Akstur og leiðsögn.Öll söfn, sundstaðir, o.þ.h. sem heimsótt er í ferðinni.
Hótel eða góð bændagisting í tveggja manna herb.yfirleitt með baði, fullt fæði (vel útilátinn morgunverður, snöggsoðinn hádegisverður með "rétti dagsins" eða sambærilegu,skrínukostur ef nauðsynlegt reynist, 3 rétta kvöldverður), frá hádegisverði fyrsta dags, til hádegisverðar síðasta dag ferðarinnar.Drykkir/minibar ekki inninfalin.

ATH: Að vetri til (og jafnvel á öðrum árstímum líka), þá getur veður og ófærð eða aðrar óviðráðanlegar orsakir hamlað för tímabundið.
Valferðir ehf taka ekki ábyrgð á kostnaði eða óþægindum sem hlýst af slíkum töfum.

bakalabelheimlabelefstlabel