Virkjun jarðhita í nágrenni Reykjavíkur

Ferðir felldar niður vegna skaðvænlegra
áhrifa þessara virkjana á umhverfið og
andrúmsloftið.

Ferðin hefst kl 9:30 þegar við leggjum upp frá Reykjavík og ökum meðfram gömlu hitaveitustokkunum upp í Mosfellsdal og leggjum leið okkar að Syðri-Reykjum þar sem Hitaveita Reykjavíkur hefur borað u.þ.b. 70 borholur á undanförnum áratugum og þar með fullvirkjað svæðið.
Þvínæst liggur leið okkar yfir Mosfellsheiði og niður Grafningsveg þar sem yfirleitt fæst gott útsýni yfir Þingvallavatn og síðan liggur leið okkar undir Jórukleif allt til Nesjavalla þar sem við skoðum virkjunina og þar sem fólki verður gerð grein fyrir hinum tæknilegu þáttum framkvæmdanna.
Eftir hádegissnarl í veitingastofunni Nesbúð (ekki innifalið)er haldið aftur suðuryfir fjallið um Dyradal og haldið yfir á Bláfjallaafleggjara þar sem væntanlega gefst gott útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið og langt út á sundin blá. Við höldum síðan yfir á Krísuvíkurveg og um Vatnsskarð, meðfram Kleifarvatni, uns komið er að Seltúni þar sem einhverjar elstu minjar um tilraunir landsmanna til virkjunar á jarðhita er að finna.
Seinni part dags komum við svo að Svartsengi, þar sem framkvæmdir verða skoðaðar og leitast verður við að skýra út fyrir fólki á hvern hátt þær tæknilegu útfærslur sem þar eru notaðar eru frábrugðnar þeim sem það hefur áður kynnst í þessari ferð.
Að síðustu er svo tækifærið að sjálfsögðu notað til þess að fá sér bað í Bláa Lóninu.Áætlaður komutími aftur til Reykjavíkur er 17:30.

 

Lengd ferðar: 5 -6 klst,

Lágmarksfjöldi farþega: 3 manns.

Brottför: 8:30 eða 13:00, daglega samkvæmt pöntun.

Verð pr.mann:
(Veljið gjaldmiðil með því að benda inn í kassann hér að ofan)

Innifalið: Akstur og leiðsögn, aðgangur að Bláa Lóninu.

bakalabelheimlabelefstlabel