Hvataferðir Fyrirtækja og Stofnana


Þrátt fryrir það að þetta fyrirtæki hafi aldrei, allt frá því að starfsemi þess hófst, beinlínis skipulagt, boðið upp á, eða auglýst svokallaðar hvataferðir, þá hafa okkur alltaf reglulega borist fyrirspurnir og óskir þar að lútandi frá erlendum fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum, sem hafa leitað stíft eftir aðstoð og hjálp við að skipuleggja slíkar ferðir. Fyrir nokkru fórum við síðan að láta undan slíkum beiðnum, og nú er svo komið að fyrirtækið á allmargar slíkar vel heppnaðar ferðir að baki og þess vegna er hér í fyrsta skipti formlega boðið upp á skipulagningu slíkra ferða á vegum Valferða ehf..
Á meðal þeirra fyrirtækja sem þegar hafa notið þjónustu okkar á þessu sviði eru lítill franskur héraðsbanki, hópur sölumanna í stóru og öflugu frönsku tryggingafyrirtæki, félagssamtök kanadískra verkfræðinga á eftirlaunum, starfsmenn danskrar opinberrar stofnunar, Bændasamtök Litháens og þannig má áfram telja..
Yfirleitt eru slíkar hvataferðir á vegum fyrirtækja eða stofnana fremur stuttar, aðeins um 3 - 4 dagar, sem oftast eru svokallaðar lengdar helgarferðir, og er þá fyrri hluti ferðarinnar, oft fyrstu tveir dagarnir notaðir til fundahalda, en seinni hluti ferðarinnar nýttur til hvíldar eða afþreyingar. .
Nánast undantekningalaust, þá er skipulagningu ferðarinnar þannig hagað að um svokallaða "miðlæga" ferð er að ræða, þ.e.a.s. hópurinn dvelur á einu og sama hótelinu allar nætur ferðarinnar, en þar verður að vera nægilega góð aðstaða og tæki til fundahalda (fundasalur, tölvur, skjávarpar og ljósritunaraðstaða, o.fl).
Síðan heldur hópurinn í sínar skoðunar og afþreyingarferðir frá hótelinu að morgni til og snýr þangað aftur að kvöldi. Þannig sparast sá tími og það umstang og þau óþægindi sem jafnan fylgir því að skipta oft um gististað í ferðinni.
Helstu afþreyingarmöguleikar sem boðið er upp á eru t.d.:

Að sjálfsögðu, þá eru hin stóru hótel í Reykjavík best í stakk búin til þess að veita slíkum hópum viðtöku, og þar af leiðandi mest eftirsótt af hinum erlendu viðskiptavinum. Hinsvegar, þá hafa allmargir bæir og kaupstaðir í þægilega stuttu akfæri frá höfuðborginni einnig yfir að ráða mjög frambærilegum hótelum í háum gæðaflokki, sem einnig hafa yfir að ráða góðum tækjakosti til fundarhalda, og geta þess vegna fullt eins vel tekið á móti slíkum hópum á viðunandi hátt. Hér má til dæmis nefna:

Starfrækt: September - Júní ár hvert.
Athugasemd. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir því að hvataferðir geti átt sér stað á helsta ferðamannatímabilinu, í júlí og ágúst, þá er oft og tíðum um talsverðar afpantanir á síðustu stundu að ræða á því tímabili, þannig að ef ósk um berst um skipulagningu hvataferðar á þeim tíma, þá er sjálfssagt að athuga hana nánar, og vita hvort hægt sé að finna henni stað.

Pantanir: At least one month prior to the intended departure date.

Verð og þjónusta: Samkvæmt samkomulagi.

bakalabelheimlabelefstlabel