Umhverfis Ísland á 11 dögum

(leiðarkort)

Dagur 1:

Við leggjum af stað snemma úr Reykjavík í þessa ferð, og ökum sem leið liggur fyrir Hvalfjörð, yfir Draghįls og um Skorradal og Borgarfjaršarbraut allt žar til komiš er aš Deildartungu žar sem vatnsmesti hver landsins veršur skošašur. Sķšan um Reykholt, þar sem við skoðum Snorralaug og ýmislegt annað áhugavert og síðan aš Hraunfossum og Barnafossi, sem reyndar er kallašur Bjarnafoss ķ Heišarvķgasögu. Žvķnęst nišur Hvķtįrsķšu, framhjį Varmalandi og niður með Noršurį allt þar til komið er í Borgarnes um hádegisbil.
Eftir stuttan stans er síðan haldið áfram vestur Mýrarnar og dáðst að Eldborginni og síðan um hraunbreiður sunnanundir Snæfellsnesfjallgarðinum, að hinu fallega stuðlabergi á Gerðubergi og að Vegamótum, þar sem við höldum norður yfir Snæfellsnesfjallgarðinn, minnumst reimleikanna við Baulárvallavatn og Árna í Botni, og komum svo við í Bjarnarhöfn til þess að huga að hákarli.
Eftir göngu- og skoðunarferð um Stykkishólm, þar sem við munum heimsækja einhver þeirra mjög svo fallegu gömlu húsa í Hólminum sem hafa verið gerð upp og færð í upprunalegt horf af einstakri kostgæfni, ásamt því að heimsækja hina einkar góðu sundlaug á staðnum, leitum við kvöldverðar og náttstaðar á hinu góða hóteli staðarins.

Dagur 2:

Við tökum daginn snemma næsta morgun og höldum síðan inn Skógarströnd og komum brátt í Dalasýslu þar sem dalirnir heilla eins og við vitum. En þó eru þeir fyrst og fremst þekktir fyrir sögustaði sína úr Íslendingasögum, og þá einkum Laxdælu, en hér eru Krosshólaborg Auðar djúpúðgu og Hvammur í Dölum í næstu grösum.Síðan eru þar einnig sögustaðir Eiríks Sögu Rauða í Haukadal, þar sem bær hans, Eiríksstaðir, hefur nú verið endurgerður, og munum við heimsækja staðinn og rifja upp sögu þeirra feðga, Eiríks og Leifs hins heppna sonar hans í leiðinni. Næst liggur leið okkar um hina afar fallegu Fellsströnd, fyrir Klofning þaðan sem eyjafjöld Breiðafjarðar blasir einkar vel við.
Höfuðbólið Skarð á Skarðsströnd, er einhver sögufrægasti staður landsins, og við rifjum upp feril Björns hirðsstjóra og Ólafar ríku, um leið og við göngum um hina afar fallegu kirkju staðarins og þá merkisgripi sem hana prýða. Hinir víðáttumiklu akrar í Saurbænum gleðja alltaf augað, sem og fjörur Gilsfjarðar þar sem mikla vaðfuglafjöld gefur oft að líta. Handan fjarðarins erum við svo komin á sjálfa Vestfirðina, aðra sýslu og annað sveitarfélag þar sem er sjálf Reykhólasveitin er með allar sínar náttúruperlur:Vaðalfjöll, Barmahlíð þjóðskáldsins, Borgarlandið auk margra sögustaða Íslendingasagna. Við Þorskafjörð má oft sjá konung íslenskra fugla renna sér langar skriður eftir firðinum án þess svo mikið sem að blaka vængjum, en þegar hér er komið sögu, þá fer sveitabæjum í byggð ört fækkandi, unz eyðifirðir og eyðibýli Austur-Barðastrandarsýslu taka við ferðalanginum hver af öðrum. Ekki hefur náttúrufegurðin þó beðið neinn sérstakan skaða af grisjun byggðarinnar, þvert á móti virðist skógarkjarr og annar gróður sækja þeim mun meir í sig veðrið eftir því sem fleiri ár líða endalokum hennar.
Brátt líður þó að því, að byggðir Vatnsfjarðar koma í ljós, og lokaverk dagsins verður að skoða helstu náttúrperlu Barðastrandarinnar, þ.e.a.s. Vatnsdalsvatn og nágrenni þess, þar sem grósku trjágróðurs, plöntu,- fugla,- og skordýralífi virðast lítil takmörk sett.
Við leggjum þvínæst í örlitla heilsubótargöngu upp í Surtarbrandsgil, fyrir ofan Brjánslæk, þar plöntusteingervingar gefa til kynna að á tertíer-tímabilinu hefur loftslag á þessum slóðum verið mjög áþekkt því sem nú þekkist í laufskógabelti Bandaríkjanna, eða Mið-og Suður Evrópu. Síðan er ekið í vesturátt um blómlegar sveitir Barðastrandar, unz hækka fer undir fæti og hálendi Kleifaheiðar tekur við. Útsýni ofan af heiðinni vestur til Patreksfjarðar er einkar eftirminnilegt. Eftir að hafa litast um á Patreksfirði, höldum við yfir Lambeyrarháls til Tálknafjarðar, en þar búa menn að einkar myndarlegri sundlaug, sem við ætlum að nýta áður en haldið er yfir fjallveginn Hálfdan, til Bíldudals, þar sem okkar býður kvöldverður og gisting.

Dagur 3:

Við kveðjum Bíldudal árla dags og þræðum Suðurfirðina, þar sem við erum stödd á söguslóðum Gísla-Sögu Súrssonar, minnumst Eyjólfs gráa í Otradal, hetjulegrar varnar og falls Gísla þegar við horfum niður í Geirþjófsfjörð ofan af Dynjandisheiðinni, en þvínæst verður Arnarfjörður, með sín háu fjöll og tignarlegu umgjörð, næstur á vegi okkar eftir að komið er niður af heiðinni. Þar gefur að líta sjálfa aðalperlu Vestfjarða, fossinn Dynjandi, þar sem hann steypist stall af stalli, og myndar afar glæsilega slæðu á leið sinni niður á jafnsléttu.
Á Hrafnseyri rifum við upp lækningafræði Hrafns Sveinbjarnarsonar og grimmileg örlög hans, sem og uppruna frelsishetju okkar Íslendinga á 19 öld, Jóns Sigurðssonar, en staðurinn hefur nú fengið afar þarfa og glæsilega andlitslyftingu eftir margra áratuga vanrækslu.
Hinar miklu endurbætur á vegakerfi Vestfirðinga sem orðið hafa nú á allra síðustu árum fara nú að gera vart við sig, eftir að komið er í Dýrafjörð, og þvínæst Önundarfjörð, þar sem mönnum veitist erfitt að halda aftur af fararskjótanum á greiðfærum, en jafnframt fáförnum glæsibrautunum, og alræmdir farartálmar fyrri tíma á borð við Breiðadalsheiðina, eru nú leikur einn, þar sem jarðgöngin eru og fyrr en varði rennum við í hlað á Ísafirði, þar sem okkar býður hádegisverður.
Á Ísafirði byrjum við á því að heimsækja Neðstakaupstað, Sjóminjasafnið í Turnhúsinu og önnur þau merku gömlu hús sem þar hafa verið friðlýst á undanförnum árum. Síðan liggur leið okkar út úr bænum, undir hinni hrikalegu Eyrarhlíð, í átt til Bolungarvíkur, þar sem ætlunin er að skoða hina merkilegu gömlu verbúð í Ósvör sem heimamenn hafa endureist af miklum myndarskap, en þar geta menn virt fyrir sér áhöld, tól og útbúnað hinnar gömlu árabátaútgerðar frá Vestfjörðum, og reynt að gera sér í hugarlund hver lífskjör fólks voru á þeim tíma.
Þegar haldið er í austurátt frá Ísafirði inn Djúpið, þá verður fyrst á vegi manns Súðavíkurkauptún, þar sem óhjákvæmilegt er að hinir hörmulegu atburðir í janúar 1995 komi upp í hugann, en afleyðingar hans getur enn að líta á svæðinu. En eftir að Álftafirði sleppir, verður byggðin ört strjálbýlli uns eyðifirðirnir taka við hver af öðrum, auk þess sem eyðibyggðin á Snæfjallaströnd handan Djúps blasir við mestalla leiðina. Þó halda hin fornu höfuðból á annesjum, eins og t.d. Ögur, Vatnsfjörður, auk nokkurra stórbýla enn velli hér á þessum merku slóðum, svo og búskapsins á eyjunum á Ísafjarðardjúpi, Æðey og Vigur. Jarðhitinn og sundlaugin í Reykjanesi draga ferðalanginn að sér og við setjum okkur ekki úr færi að nýta aðstöðuna. Í fjöruborðinu og á skerjum má síðan oft sjá seli spóka sig í makindum.
En brátt erum við komin í botn Djúpsins og höldum á Steingrímsfjarðarheiði, sem nú er orðinn beinn og greiðfær þjóðvegur. Kvöldverður og gisting á Hólmavík, Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði, eða sveitagistingu í nágrenninu.

Dagur 4.

Að morgni þessa fjórða degs feršarinnar, hefjum viš leikinn meš žvķ aš aka hringleišina um Drangsnes, žar sem įkaflega fallegt śtsżni gefst til Grķmseyjar, yfir Steingrķmsfjörš og afar fallega fjallasżn.Żmsa afžreyingu, svo sem hestaferšir, sjóstangaveiði, o.fl er aš fį hér į svęšinu, en sķšan er haldiš sušur į bóginn. Viš hugum kannski aš steingervingum viš Hśsavķkurkleif, en höldum svo sušur Hólmavķkurveg, um Kollafjörš, Bitru, skošum hinn gamalgróna verslunarstaš Boršeyri, og rifjum žar upp sögu Thors Jenssen og afkomenda hans. og žiggjum svo veitingar aš Brś ķ Hrśtafirši, en síðan er haldið rakleiðis að Byggðasafninu á Reykjum sem er einkar áhugavert vegna sérstæðra minja sem þar er að finna um hákarlaútgerð á Húnaflóa forðum daga. Þegar komið er í Víðidal, er tilvalið að renna að Kolugljúfri, jafnframt því sem við rifjum upp ættartölur Englandskonunga við Auðunnarstaði. Í Vatnsdal ökum við um hólana að Flóðinu sem oft er hér rennislétt þannig að Vatnsdalsfjall speglast fagurlega í því.
Á Blönduósi má huga að hressingu, en síðan er haldið yfir Vatnsskarð og að hinni gamla torfbæ Glaumbæ og rifjum upp sögu staðarins og ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur áður en haldið er í náttstað á Sauðárkróki eða góðri bændagistingu í Skagafirði. Kvöldverður og gisting á Sauðárkróki eða í góðri bændagistingu í nágrenninu.

Dagur 5.

Handan Héraðsvatna rifjast upp ógnir Sturlungaaldar þegar ekið er framhjá vígvöllunum á Flugumýri, Haugsnesi og Örlygsstöðum, en síðan er lagt á Öxnadalsheiði og þá fer að styttast leiðin til Eyjafjarðar og höfuðstaðar Norðurlands. Þegar þangað er komið, hefjumst handa með lítilli skoðunarferð um Akureyri, lítum á Grasagarðinn, göngugötuna, og mannlífið við höfnina, jafnvel söfn, áður en haldið er í austurátt út úr bænum, gamla veginn yfir Vaðlaheiði ef hann er fær,annars um Víkurskarð og skoðum höfuðprýði Fnjóskadals, Vaglaskóg og hina nýuppgerðu fögru brú yfir ána. Kristnitakan árið 1000 og hátíðahöldin í tilefni afmælisins árið 2000 rifjast óhjákvæmilega upp þegar bæ Þorgeirs Ljósvetningagoða hyllir upp handan Ljósavatns og sú staðfesting á sinni nýju trú sem hann framdi við Goðafoss.
Við Mývatn er af of mörgu að taka til þess að hægt sé að gera öllu svæðinu viðhlýtandi skil á einum degi. En meðal þeirra fyrirbæra sem við munum helst gefa gætur á svæðinu ber að nefna fjölskrúðugt fuglalífið, Skútustaðagígi, Dimmuborgir, Grjótagjá og Stórugjá (með sinni góðu baðaðstöðu), leirhverina og gufuaugun í Námaskarði, en seinni daginn munum við skjótast upp í Kröflu og huga að framkvæmdum þar og sprengigígnum Víti. Seinni hluta dagsins má svo verja til gönguferðar umhverfis barm Hverfjalls eða annarra gönguferða þar í nágrenninu.
Gisting á Hótel Mývatni, Sel Hóteli eða sambærilegum góðum gististað í nágrenninu.

Dagur 6.

Viš kvešjum Mżvatnssvęšiš įrla dags og höldum noršur į bóginn um Kķsilveginn, yfir Hólasand, žar sem gķfurlegur uppblįstur įtti sér stašfyrir nokkrum įratugum, en nś hefur veriš gerš gangskör aš žvķ aš gręša sandinn upp aš nżju. Leiš okkar liggur brįtt um hlašiš į Grenjašarstaš žar sem viš skošum hinn gamla torfbę og minjasafn, auk rśnasteinsins ķ kirkjugaršinum en ašeins eru til örfįir slķkir į Ķslandi. Leiðin liggur síðan niður Aðaldalinn, við hlið Laxár uns við förum yfir ána hjá stórbýlinu Laxamýri, en þaðan styttist leiðin til Húsavíkur verulega. Hér munum við bregða okkur í hvalaskoðunarferð ef hún er í boði (að vor og sumarlagi), en annars láta okkur nægja að skoða Hvalamiðstöðina sem Ásbjörn Björgvinsson og hans menn eru sífellt að stækka og efla .
Næst liggur leið okkar um Tjörnes, þar sem við munum fyrst halda niður fyrir Hallbjarnarstaðakamb til þess að huga að steingerðum sjávarskeljum sem þar er að finna í milljónavís í setlögum frá tertíertímabilinu. Út við sjóndeildarhringinn getur að líta Grímsey, en nær landi Mánáreyjar þar sem alltaf má búast við öflugum jarðskjálfta. Þegar komið er á nesið austanvert, blasir Öxarfjörðurinn við í öllu sínu veldi, og síðan tekur Kelduhverfið við þar sem við munum skyggnast niður í einhverja þeirra miklu gjáa sem mynduðust við upphaf jarðhræringanna á Kröflusvæðinu 1975.
Eftir að hafa þegið hressingu og kynnst austurlenskri gestrisni í Versluninni Ásbyrgi, og hið samnefnda fræga náttúrufyribrigði í nágrenninu, þá liggur leið okkar austur yfir brúna á Jökulsá á Fjöllum, og höldum síðan í norðurátt. þar sem við ætlum að kynna okkur mannlíf og staðhætti á Melrakkasléttu og Langanesi. Plássið Kópasker er vel þekkt fyrir landskjálfta, og öflugt mannlíf sem ekki lætur hugfallast þótt áföll dynji yfir í atvinnulífinu (rækjuhvarf) heldur snýr sér af krafti að einhverju öðru (fiskeldi, fjallalambi,...) og spyrnir við fótum og brýst um hart. Innan skamms verða á vegi okkar ummerki um smávegis eldgos og jarðhræringar, sem urðu í Leirhafnarskörðum 1823, en þegar komið er norður á ystu nes og víkur, tekur mikill viðarreki, oft í stórum breiðum sem virðist að mestu vannýttur nú á dögum.
En brátt verður á vegi okkar útgerðarbærinn Raufarhöfn, sem eins og svo margir viðlíka staðir á Íslandi hefur mátt muna fífil sinn fegurri, eftir því sem loðna og síld hafa orðið fáséðnari, en þó er hér enn mesti myndarskapur víðast hvar, og eftir að hafa farið í gönguferð um bæinn og höfnina, leitum við kvöldverðar og gistingar hjá Erlingi hótelhaldara á Hótel Norðurljósum.

Dagur 7.

Við leggjum af stað suður á bóginn frá Raufarhöfn og höldum yfir heiðalöndin um Ytriháls suður fyrir Viðarfjall, og höldum síðan út á Rauðanes, sem er ein helsta náttúrperlan á þessu svæði: Fuglabjörg mikil og drangar úti í sjó, og mikil náttúrfegurð sem ætlunin er að skoða fótgangandi með því að ganga fram á nesið og virða fyrir sér útsýnið. Leið okkar liggur síðan áfram um grösugar sveitir Þistilfjarðar, þar sem byggð hefur haldist blómleg, þótt það sé fremur undantekning en reglan þar sem byggð hér á norðausturlandi hafur því miður hnignað víðast hvar á undanförnum árum. Brátt kemur kauptúnið Þórshöfn í ljós, þar sem ætlunin er að leita til heimamanna um aðstoð við könnunarferð um Langanes, en ef hana er ekki að fá, þá munum við halda uppá eigin spýtur allt að merkisprestssetrinu Sauðanesi sem nú er verið að ljúka við að endurbyggja á vegum Þjóðminjasafnsins og ef til vill örlítið lengra eftir því sem vegleysurnar leyfa.
Þegar komið er sunnanvert á Langanesið, að bænum Felli við Finnafjörð, þá munum við minnast gagnnjósnarans Ib Árnasonar Riis, öðru nafni "Cobweb" sem hér gaf sig fram við yfirvöld eftir að hafa verið settur á land af þýzkum kafbáti þar í grenndinni í síðari heimsstyrjöldinni. Enn taka við heiðalönd, eyðibýli og óteljandi ár og lækir sem falla til Bakkaflóa, en við sunnanverðan flóann komum við að öðru örsmáu kauptúni, Bakkafirði, þar sem þrýfst engu að síður óvenju öflug útgerðarstarfsemi og fiskverkun undir forustu héraðsforingjans Kristins Péturssonar. En því miður er þjónusta við ferðamenn hér mjög af skornum skammti,og við stöndum því stutt við áður en við leggjum á hina löngu Sandvíkurheiði. Þegar komið er niður af henni sunnanmegin, getum við gert okkur ferð út á Fuglabjarganes, þaðan sem útsýnið er afar stórfenglegt hvort heldur sem er út með ströndinni í norðurátt, eða suður til Vopnafjarðar. Við ljúkum svo deginum með því að bregða okkur í hina afar skemmtilegu sundlaug í Selárdal, sem stendur aðeins steinssnar frá sjálfri laxveiðiánni. En að baðinu loknu höldum við þá stuttu leið sem eftir er til Vopnafjarðar þar sem okkar býður kvöldverður og gisting.

Dagur 8.

Við hefjum daginn á því að aka um hinar víðlendu og grösugu sveitir Vopnafjarðar, inn Hofsárdal allt þar til við komum að Burstafelli, sem er einn af aðeins 6 torfbæjum sem varðveist hafa á Íslandi, og af mörgum talinn sá best haldni og áhugaverðasti þeirra allra. Að skoðun hans lokinni eigum við yfirleitt um tvo möguleika að ræða til þess að komast yfir á Hérað: Annars-vegar að halda aftur austur á bóginn, út með Vopnafirði sunnanverðum og þaðan sem leið liggur yfir Hellisheiði eystri en frá hábungu hennar gefst oft frábært útsýni yfir Héraðsflóann, eða hins vegar (en það er oft eina færa leiðin að vetri til) að halda upp á Möðrudalsöræfin, uns komið er á hringveginn, og halda síðan niður Jökuldalinn, uns komið er á Hérað. En hvor leiðin sem farin er þá ætlum við að gera okkur ferð niður að Húsey, og heimsækja þar Örn bónda og reyna að fá hann til þess að sýna okkur sýnar góðu rekafjörur, og ýmislegt annað áhugavert sem leynist á landareign hans. Við höldum síðan upp Hérað, með viðkomu á stórbýlinu Kirkjubæ, þar sem ein alglæsilegasta sveitakirkja á landinu stendur, nýlega endurbyggð af Húsafriðunarnefnd Þjóðminjasafnsins.

Eftir hádegisverð á Egilsstöðum, þar sem við gefum okkur ef til vill tíma til þess að skoða hið áhugaverða Minjasafn Austurlands,sem nú hefur að geyma nokkra þá helstu gripi sem fundist hafa við vel heppnaða fornleifauppgreftri á þessu landshorni að undanförnu, auk fornbílasafn bæjarins, þá höldum við suður Fagradal og höldum síðan fyrir Vattarnes, þaðan sem Skrúðurinn blasir við, og inn á Fáskrúðsfjörð þar sem ýmsar minjar um sjósókn Fransmanna hér við land getur að líta. Á Stöðvarfirði heimsækjum við að sjálfsögðu Steinasafn Petru. og á Breiðdalsvík er gott að staldra við og fá sér hressingu á Hótel Bláfelli.
Í Berufjarðarbotni má stundum líta til hreindýrahjarða og á Djúpavogi er hin nýuppgerða Langabúð, og önnur falleg timburhús, en plássið er eins og kunnugt er einhver elsti verslunarstaður landsins, en hér munum við leita kvöldverðar og gistingar.

Dagur 9.

Hamarsfjörður og Álftafjörður verða fyrst á vegi okkar næsta morgun,en sá síðarnefndi ber oft nafn með rentu þegar feiknamikil álftastóð safnast þar saman. Brátt er komið að Hvalnesi í Lóni sem stendur undir hinu mikilúðlega Eystra-Horni,en það fjall er að mestu myndað úr djúpbergstegundunum gabbrói og granófýr. Hér munum við bregða okkur í létta morgungöngu um fjörurnar.
Af Almannaskarði er talið vera eitthvert fegursta útsýni á Íslandi, en þegar komið er niður úr skarðinu, þá bregðum við okkur út á Stokksnes þar sem m.a. getur að líta mjög líflegt kríuvarp á sumrin en annars selalátur að öllu jöfnu.
Það sem einkum dregur að sér athygli manna á Höfn í Hornafirði, sem nýlega hélt upp á hundrað ára verslunarafmæli sitt, er mjög öflugt atvinnulíf, einkum sjósókn og fiskvinnsla, en þar er einnig áhugavert minjasafn,auk þess sem staðurinn og reyndar svæðið allt er þekkt fyrir þann mikla fjölda flækingsfugla af erlendum uppruna sem þar sjást á ári hverju.
Eftir hádegið getum við annaðhvort haldið upp á Skálafellsheiði í Jöklasel, og þaðan í vélsleðaferð (ekki innifalið) eða beint af stað vestur á bóginn í átt að Jökulsárlóni, með sjálfan Öræfajökul á framundan og vonumst eftir því að gott útsýni gefist á leiðinni til sjálfs Hvannadalshnúks (2110 m), svo og til allra hinna fjölmörgu skriðjökla falla fram af bergstálinu og breiða úr sér á láglendinu.
Bátsferðum um Jökulsárlón er aðeins haldið uppi að vor og sumarlagi, en sé ferð okkar farin á öðrum árstímum, þá má allt eins byrja á því að dást að virðulegri siglingu stórjakanna á lóninu, og leggja svo í góða gönguferð niður með stystu jökulsá landsins allt til sjávar og kíkja á leiðinni eftir sel, sem oft heldur til í útfallinu þar sem hann situr fyrir fiski sem gjarnan leitar upp í ósinn.
Annar möguleiki á ævintýraferð þennan morgun er að leggja upp í Ingólfshöfðaleiðangur með feðgunum á Hofsnesi, en sú ferð er einkar áhugaverð snemmsumars þegar fuglalífið í höfðanum, einkum lundavarpið, stendur í sem mestum blóma.
Þegar komið er í Skaftafell stundu fyrir hádegi er lagt upp í gönguferð um þjóðgarðinn, t.d. að rótum Skaftafellsjökuls, eða upp heiðina að Svartafossi og Sjónarskeri,þaðan sem óviðjafnanlegt útsýni yfir víðáttur Skeiðarársands og fjallahringinn í kring getur að líta.
Að gönguferðinni lokinni nýtum við okkur aðstöðuna í Þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli, en hún er einnig aðeins starfrækt hluta úr árinu en sé hún lokuð þá leitum við til næsta þjónustustaðar í nágrenninu, nefnilega Kirkjubæjarklausturs, þar sem þjónusta fæst árið um kring.Á leiðinni getum við bæði skoðað bænahúsið á Núpsstað og Dverghamra við Foss á Síðu og að sjálfsögðu sjálft "kirkjugólfið" á klaustri.
Nýtt fræðasetur hóf nýlega starfsemi sína á Klaustri,sem tilvalið er að nýta sér þegar rifjuð er upp hin stórbrotna saga eldsumbrota á svæðinu, eða kristni sagan og Eldklerksins. Kvöldverður og gisting á Klaustri eða góðri bændagistingu í Meðallandinu.

Dagur 10.

Næsta dag taka við á leið okkar auðnir tvær, fyrst hraunflákinn Eldhraun og síðan sandflæmið Mýrdalssandur, en á báðum stöðum geta sandstormar hrellt ferðalangana, tafið og jafnvel heft för. En ef allt gengur vel, þá rennum við í hlað árla dags í Vík í Mýrdal , þar sem ætlunin er að lítast um. Í Vík býðst yfirleitt sá möguleiki, að halda í gönguferð út með Reynisfjalli, niður að sjó þar sem þung úthafsaldan brýtur sífellt á ströndinni og ógnar þorpinu. Einnig má halda niður í Reynishverfi þar sem fyritaks útsýni býðst vestur til Dyrhólaeyjar .
Á báðum þessum stöðum er fuglalífið um vor og sumar annálað, einkum kríuvarpið í Vík, hið öfluga lundavarp í Reynisfjalli auk þess sem selur sækir töluvert upp í Dyrhólaós.
Við skoðum Sólheimajökul og síðan Skógafoss og rennum síðan við á byggðasafninu á Skógum þar sem gott er að fræðast um búskaparhætti,mannlíf og sjósókn undir Eyjafjöllum á gamalli tíð.
Við skoðum þvínæst hinn formfagra Seljalandsfoss steypast fram af hárri klettabrún, en höldum síðan í átt að Fljótshlíðinni og dáumst að því við Stóra Dímon eins og Gunnar forðum hve hlíðin er fögur.
Á Hvolsvelli hefur nýlega verið opnuð sögusýning um Njáluslóðir, sem hægt er að skoða áður en lagt er á Rangárvallaveg þar sem fyrstur verður á vegi okkar gamli bærinn á Keldum, sem talinn er eitthvert elsta hús á Íslandi að stofni til. Blátærar bullandi vatnsuppsprettur nánast við bæjarvegginn eru líka sérstakt augnayndi.Við höldum þvínæst norður Næfurholtsleið (svo lengi sem hún er fær, annars þjóðveginn) og erum brátt komin á sandfláka og uppblásturssvæði auk þess sem hraunbreiður koma brátt í ljós, en allt gefur þetta til kynna að nú séum við komin á Hekluslóðir. Við fáum síðan gott útsýni til fjallsins sjálfs, sem síðast gaus árið 2000, þegar komið er yfir á Landveginn, en þar taka miklar vikurbreiður við af sandi og hraunum.
Norðan við Búrfell er komið að því að halda vestur yfir Þjórsá og svo niður Þjórsárdalinn þar sem t.d. má skoða Hjálparfoss, eða Þjóðveldisbæinn við Búrfell eða rústirnar á Stöng.
Kvöldverður og gisting í Árnesi eða næsta nágrenni.

Dagur 11.

Eftir morgunverð þennan síðasta dag ferðarinnar, höldum við að Flúðum þar sem okkur gefst tækifæri á að skoða gróðurhús í fullum rekstri, en höldum síðan upp að Gullfossi, sem í öllum sínum fjölbreytileika lætur aldrei neinn ósnortinn, jafnvel ekki þá sem hafa skoðað hann margoft. Við höldum þvínæst að Geysi í Haukadal og skoðum þar hverasvæðið,og sjáum Strokk gjósa, sem nú sér aðallega um að hrífa ferðamenn þótt stöku gusa komi nú úr gamla meistaranum endurm og eins.
Næsti áfangastaður er síðan Laugarvatn, þar sem við lítum á Vígðulaug, hveri á vatnsbakkanum, og hér má einnig bregða sér í sund eða gufubað.
Við höldum síðan yfir Lyngdalsheiði,þar sem skoða má gamla mannabústaðinn í Laugarvatnshelli, hraunketilinn Tintron eða hellismunnana í Gjábakkahrauni en brátt erum við svo komin í sjálfan þjóðgarðinn á Þingvöllum, og höldum þar yfir Hrafnagjá og um Vatnsvík allt að Nikulásargjá þar sem við dáumst að fjársjóðnum og sindrandi, blátæru vatninu.Höldum síðan fótgangandi yfir að þingstaðnum og Lögbergi þar sem gerð verður grein fyrir sögu staðarins, og þvínæst upp sjálfa Almannagjá að hringsjánni þar sem einna best sést í heiminum til þeirra ummerkja sem hin mikla gliðnun á Norður-Atlantshafshryggnum hefur valdið á jarðskorpunni. Við höldum síðan niður hinn endurhannaða og betrumbætta Granfingsveg þar til komið er að Nesjavöllum, en áður en við skoðum virkjunina fáum við okkur fyrst hádegisverð í Nesbúð.
Ferðinni lýkur svo með því að ekið er viðkomulítið,um Línuveginn, til baka allt til Reykjavíkur, þar sem ferðinni lýkur með örlítilli skoðunarferð um bæinn.

Lengd: 11dagar, 10 nætur.
Lágmarksfjöldi farþega: 3 manns.
Brottfarir: Mánudaga hálfsmánaðarlega, eða skv. pöntun, starfrækt allt árið.

Vetrar Verð(Október til Apríl):
Sumar
Verð (Maí-September):
Staðfestingargjald: 30%. Álag vegna eins manns herbergis: +18%.
*Álag vegna einkahóps:
(Ferðin aðeins fyrir þig og þína vini: +10%)
Þóknun til söluaðila:
leitið tilboða.
Brottfarir 2014:
sjá Brottfarir hér til hliðar

Söluskilmálar
Nauðsynlegur búnaður: Góðir gönguskór og hlífðarfatnaður.Sundfatnaður og handklæði
Innifalin þjónusta: Akstur og leiðsögn. Öll söfn, sundstaðir, o.þ.h. sem heimsótt er í ferðinni.
Hótel eða góð bændagisting í tveggja manna herb,yfirleitt með baði, fullt fæði (vel útilátinn morgunverður, léttur hádegisverður, t.d. réttur dagsins eða skrínukostur ef nauðsynlegt reynist, þriggja rétta kvöldverður), frá hádegisverði fyrsta dags, til hádegisverðar síðasta dag ferðarinnar.

ATH: Að vetri til (og jafnvel á öðrum árstímum líka), þá getur veður og ófærð eða aðrar óviðráðanlegar orsakir hamlað för tímabundið. Valferðir ehf taka ekki ábyrgð á auknum kostnaði eða óþægindum sem hlýst af slíkum töfum.

bakalabelheimlabelefstlabel