Helgarferð í Þórsmörk

Áfangastaður okkar í þessari helgarferð er fjallasalurinn Þórsmörk,sem umlukinn er jöklum á nær þrjá vegu og svo torsóttur að yfir rúmlega 20 læki og ár er að fara á leiðinni þannig að þangað er alla jafna ekki fært nema á öflugum fjórhjóladrifsbíl. En hann höfum við til umráða og látum því ekki þessa farartálma hamla för á vit einnar skærustu náttúruperlu landsins.

Við leggjum af stað úr Reykjavík kl 17:00 síðdegis á föstudegi, og ökum viðstöðulaust austur til Hvolsvallar,þar sem við gerum stuttan stans áður en haldið áfram allt að Seljalandsfossi en síðan í norður að gömlu Markarfljótsbrúnni frá 1933 en við eystri enda hennar hefst hin eiginlega Þórsmerkurleið.

Á leiðinni innúr skoðum hinn mikilfenglega skriðjökul Gígjökul sem svo heitir þar sem hann fellur til norðurs frá sjálfum gígnum í Eyjafjallajökli niður á láglendið og myndar þar fallegt jökullón, og höldum síðan í náttstað í Básum eða Langadal.

Daginn eftir leggjum við upp fótgangandi í skoðunarferð um mörkina og hefjum það með því að kanna Stakkholtsgjá þar sem þverhníptir hamraveggir,hvannstóð og gljúfrabúafoss bíða ferðalanganna. Um klukkustund tekur að kanna gjána og til þess verður fólk að vera vel skóað til gönguferða.
Að könnun gjárinnqr lokinni er kominn tími til þess að huga að hádegisnesti en eftir hádegið er haldið norður yfir Krossá og þar standa ýmsir gönguferðamöguleikar til boða: Ganga á Valahnúk með sitt óviðjafnanlega útsýni eða t.d. ganga inn í Stóra-og Litlaenda þar sem vindurinn hefur sorfið hinar furðulegustu kynjamyndir í móbergið. Einnig má nota daginn til þess að ganga hringleiðina á Rjúpnafell, ganga á Útigönguhöfða eða upp á Morinsheiðii, eða eyða deginum einfaldlega í makindalega landkönnun á Þórsmörk í öllum sínum stórfengleik.
Sunnan Krossár eru göngumöguleikarnir ekki síðri og þá má kanna á sunnudagsmorgun: Ganga má á Útigönguhöfða og Morinsheiði áleiðis að Fimmvörðuhálsi eða halda á vit innsta hluta Þórsmerkur: Teigstungur og virða fyrir sér skriðjöklana með jökulhvel Mýrdalsjökuls í bakgrunni.
Síðdegis á sunnudag er síðan haldið aftur til baka út úr mörkinni, en í bakaleiðinni er skemmtilegt að aka yfir Markarfljótsaura og Fljótshlíðina til Hvolsvallar og síðan þjóðleiðina til Reykjavíkur þar sem ferð líkur um kl.18:00.

Lengd: 3 dagar, 2 nætur
Lágmarksfjöldi farþega:3 manns.Hámark:10 manns. (Hægt er að taka stærri sérhópa*)
Brottför: Vissa föstudaga kl.17.00, eða samkvæmt pöntun, starfrækt á vorin, um sumarið og fram á haust.
Vor og Haustverð (til 30 Apríl, Sept-Okt):
Sumar
Verð
(Maí-Ágúst):
Skipulagðar brottfarir 2008:
Sjá Brottfarir

Staðfestingargjald við bókun: 30%.
Söluskilmálar
(vinsamlegast lesið vandlega)
Nauðsynlegur búnaður: Góðir gönguskór og hlífðarfatnaður.
Innifalin þjónusta: Akstur, leiðsögn og gisting í svefnpokaplássi ásamt aðgangi að eldunaraðstöðu, kvöldverður og morgunverður í 2 daga.

Starfrækt: Apríl-30 október, nema fært sé lengur í Þórsmörk.

bakalabelheimlabelefstlabel