Norður Strandir,afskekktar og aðlaðandi

Dagur 1:
V
ið leggjum af stað úr Reykjavík síðdegis kl.15:00 og höldum sem leið liggur rakleiðis fyrir Hvalfjörð, um Borgarnes og yfir Holtavörðuheiði allt þar til stansað verður á Brú í Hrútafirði til kvöldverðar.
Síðan haldið viðstöðulaust norður Hólmavíkurveg, um Borðeyri, Bitru, Kollafjörð og Steingrímsfjörð allt þar til við komum að Klúku í Bjarnarfirði um kl: 21, en þar er rekið hið ágæta Hótel Laugarhóll af miklum myndarskap.
Staðurinn,sem starfræktur er í gamla skólahúsinu á Klúku, hefur upp á öll helstu þægindi að bjóða, þar er jarðhiti og ágæt sundlaug, íþróttahús, veitingastaður með léttvínsleyfi og ımsir möguleikar á gönguferðum og afþreyingu í nágrenninu.
Hér munum við halda til næstu tvær nætur og halda héðan áleiðis norður á Strandir.
Dagur 2:
L
agt af stað í bítið morguninn eftir, norður Bala en svo heitir norðurströnd Bjarnarfjarðar, allt til Kaldbaksvíkur og Veiðileysufjarðar. Hér um slóðir eru vegir sínu lakari en í suður sıslunni,reyndar nánast jeppaslóðar og þess vegna miðar okkur hægt yfir og nægur tími gefst til þess að virða fyrir sér há fjöll og hrikalegt landslag.
Uppúr Veiðileysufirði liggur leiðin yfir allbrattan háls, Veiðileysuháls, þaðan sem sést niður til hins forna verslunarstaðar Kúvíkur, en brátt fer að halla niðuraf til Djúpuvíkur sem var all fjölmennur staður á síldarárunum þegar stór verksmiðja var reist þar en nú er hann í eyði, að undanskildu Hótel Djúpuvík sem þar starfar einnig af myndarbrag.
Á norðurströnd Reykjafjarðar liggur hlykkjóttur vegurinn í miðjum hlíðum, allt þar til komið er útundir Gjögur þar sem nokkurt undirlendi hefur myndast. Frá Gjögri er stunduð all nokkur smábátaútgerð, einkum á grásleppu á sumrin, einnig er þar flugvöllur héraðsins, en eitt hið áhugaverðasta á staðnum er þó lítil hitauppspretta í fjöruborðinu við enda flugbrautarinnar þar sem framtakssamir menn hafa komið fyrir þægilegum "heitum potti".
Í Stóru-Ávík getur að líta landsfrægan granítstein, sem borist hefur hingað með hafís frá Grænlandi.Á öllum skerjum bylta sér selir og rekaviður safnast á strandir, fuglalíf er fjölskrúðugt og ekki er óalgengt að sjá lágfótu eða mink skjótast milli steina eða yfir veg.
Í botni Norðurfjarðar, þar sem litskrúðugur fjallatindar blasa við til allra átta, erum við bæði stödd í miðju gamallrar megineldstöðvar og í félagslegri miðju sveitarinnar þar sem Kaupfélag Steingrímsfjarðar starfar og stunduð er talsverð sjósókn og saltfiskverkun.Hér skiptast leiðir: annarsvegar út á Krossnes og að Felli, en á milli þessara bæja stendur mjög myndarleg sundlaug við heita uppsprettu í flæðarmálinu, en hins vegar yfir að bænum Munaðarnesi við Ingólfsfjörð en þaðan er mjög fallegt útsıni til Drangaskarða. Við þann fjörð voru margar síldarsöltunarstöðvar reistar fyrr á öldinni, og stór síldarverksmiðja á Eyri árið 1942 en þar er nú allt í eyði og stórbrotið að sjá þessi miklu mannvirki grotna niður.
Þar sem ekki er möguleiki á neinum hringakstri um þetta svæði, þá er okkur nauðugur einn kostur að halda sömu leið til baka, úr Ingólfsfirði og allt þar til við komum aftur heim að Laugarhóli seinni part dags,eða um kvöldmatarleitið.
Dagur 3:
V
ið leggjum upp snemma frá Laugarhóli og höldum sem leið liggur í átt að Kaldaðarnesi, og fyrir Drangsnes, en þaðan er ágætt útsıni til þeirrar Grímseyjar sem færri þekkja, nefnilega Grímseyjar á Ströndum og rennum svo í gegnum sjávarplássið Drangsnes.
Á bænum Hellu,á Selströnd, er talsverð ferðaþjónusta, hestaleiga, silungsveiði og stórt sellátur í flæðarmálinu og ágætt að nıta sér þá þjónustu ef áhugi er fyrir hendi. Síðan er haldið í vesturátt rakleiðis upp á Steingrímsfjarðarheiði og af henni,í suðurátt yfir á Þorskafjarðarheiði og eigi linnt fyrr en komið er niður af heiðinni við hinn forna þingstað Vestfirðinga,Kollabúðir við Músará, í Þorskafjarðarbotni.Hér er yfirleitt mikil veðursæld, talsverður birkigróður og ilmur í lofti og gott að teygja úr sér eftir langa ferð yfir heiðina.
Á þessum slóðum og út með firðinum er rétt að hafa augun hjá sér og fara hægt yfir, því hér eru allgóðir möguleikar á að koma auga á konung íslenska fuglastofnsins,nefnilega lodduna, en a.m.k. eitt par hennar hefur tekið sér fastan bústað hér í Þorskafirði.
Í Bjarkarlundi fást veitingar og hressing að sumarlagi, en annars höldum við rakleiðis sem leið liggur, um hina fögru Barmahlíð sem þjóðskáldið Jón Thoroddsen orti svo fallega "Hlíðin mín fríða", út í Reykhóla,sem öldum saman var eitt mesta höfuðból landsins. Nú á dögum er auðlegð staðarins ekki lengur fólgin í miklu æðarvarpi í úteyjum heldur miklu fremur í hinum mikla jarðhita sem þar er að finna og sem nú er nıttur við rekstur Þörungaverksmiðjunnar.
Úr Króksfjarðarnesi styttum við okkur væntanlega leið um hina nıju Gilsfjarðarbrú þótt vissulega sé söknuður að hinu fallega bæjarstæði Kleifa í Gilsfjarðarbotni með sinn eigin Gullfoss í bakgrunninum sem og að Ólafsdal með sinni reisulegu skólabyggingu.
Í kaupfélaginu á Skriðulandi í Saurbæ fást einnig veitingar fyrir ferðalanga, en síðan er haldið sem leið liggur,framhjá höfuðbólinu Staðarhóli í Saurbæ þar sem við minnumst höfðingjanna Sturlu Þórðarsonar og Staðarhóls-Páls sem sátu staðinn fyrrum,rakleiðis út á Skarðsströnd. Vegarstæðið stendur hátt og útsınið yfir fjörðinn,allt frá Vaðalfjöllum í norðri og til Skálmarness í vestri, verður mörgum ógleymanlegt.
Brátt erum við komin að öðru höfuðbóli, Skarði á Skarðsströnd, en sú jörð hefur eins og kunnugt er verið lengst allra jarða á Íslandi í eigu sömu ættarinnar.Skarðskirkja er einkar áhugaverð vegna margra góðra gripa sem hún geymir, en þar ber einna hæst útskorna,málaða altarisbrík frá 15 öld.
Við höldum síðan áfram för suður Skarðsströndina, en á leiðinni blasa við óteljandi eyjaklasar úti á Breiðafirði og fyrir Klofning þar sem Fellströndin tekur við. Útsýnið er nú yfir Hvammsfjörð allt til Stykkishólms og jafnvel í góðu skyggni allt til Snæfellsjökuls.
Athygli vekur hversu trjágróður þ.e.a.s. íslenska birkið hefur haldið vel velli á þessum slóðum þrátt fyrir mikla sauðfjárbeit. Skıringarinnar er tvímælalaust að leita í einstakri veðursæld svæðisins, sem nıtur ríkulegs skjóls fyrir norðanátt af háum,samfelldum fjallgarði.
Innst á Fellströnd verður enn eitt höfuðbólið á leið okkar, Hvammur í Dölum,þar sem ættfaðir Sturlunga,sjálfur Hvamm-Sturla ól manninn, en við ætlum fremur að halda að Laugum í Sælingsdal, þar sem bæði er ágætis sundlaug,líkt og á dögum Laxdælu, og áhugavert minjasafn sem fáir hafa skoðað.
Ferðinni lıkur svo með því að við höldum suður á bóginn, um Búðardal, Miðdali og Bröttubrekku allt þar til að þjóðvegur nr 1 tekur við, en honum fylgjum við til Reykjavíkur, komutími áætlaður um kl 17:00.
Lengd: 3 dagar, 3 nætur.
Lágmarksfjöldi farþega: 3 manns.Hámark: 10 (Hægt er að taka stærri sérhópa*)
SumarVerð (Júní-Október):
Brottför frá Reykjavík:Vissa föstudaga eða samkvæmt pöntun.
Staðfestingargjald: 20% ; Álag vegna eins manns herbergis: +18%
*Álag vegna einkahóps: (Ferðin aðeins fyrir þig og þína vini: +10%)
Skipulagðar brottfarir 2014:
Sjá Brottfarir

Söluskilmálar (vinsamlegast lesið vandlega)
Nauðsynlegur búnaður: Góðir gönguskór og hlífðarfatnaður.
Innifalið:Akstur og leiðsögn. Gisting, kvöld-og morgunverður í 2 daga.
Starfrækt: 1 júní-30 september,annars svo lengi sem fært er á Norður- Strandir og um Þorskafjarðarheiði.

bakalabelheimlabelefstlabel