Þjóðgarðurinn í Skaftafelli og Jökulsárlón

Dagur 1. (Föstudagsmorgunn)
Brottför snemma kl 8:00 árdegis, og við ökum sem leið liggur austur frá Reykjavík, um Sandskeið og Svínahraun, og höldum suður um Þrengsli, gægjumst ef vel viðrar inn í hellismunna eins lengsta hraunhellis á Íslandi þarna á heiðinni, nefnilega Raufarhólshelli, og höldum síðan suðuraf fjallinu í átt til Þorlákshafnar.
Leið okkar liggur þvínæst yfir hina nýju brú við ósa Ölfusár, þar sem stangaveiðimenn eru oft að renna fyrir eðalfisk í útfallinu, gjarnan í kappi við áræðna seli sem einnig sækja í góðmetið á þessum slóðum.Brátt verða svo hin gömlu og litríku þorp Eyrarbakki og Stokkseyri á vegi okkar þar sem t.d. má rifja upp gamla verslunarhætti, upphaf Vínlandsferða eða sjósókn kvenna á Íslandsmiðum auk þess sem ýmis minnistæð gömul sakamál koma ósjálfrátt upp í hugann um leið og fangelsið á Litla Hrauni hverfur úr augsýn.
Brátt blasir víðátta Suðurlandsundirlendisins við, og fyrr en varir er komið að ósum annars stórfljóts, nefnilega Þjórsár, en upp með henni liggur leið okkar,með stuttu stansi við Urriðafoss, áður en haldið er upp á hringveginn á nýjan leik.
Á Hellu eða Hvolsvelli er tilvalið að fá sér hressingu áður en lengra er haldið, en næst verður á vegi okkar Fljótshlíðin,með sínum sögustöðum og síðan Markarfljótsaurar og brátt blasir Seljalandsfoss við þar sem hann steypist í stórum sveig fram af hamrabrúninni.
Á leið okkar undir Eyjafjöllunum, þar sem víðáttumiklir kornakrar blasa víða við, þá er vert að huga að breyttum veðurfars-og gróðurskilyrðum á Íslandi allt frá landnámsöld, en skyndilega kemur annar hamrabúi í ljós, nefnilega Skógafoss, og ekki spillir það fyrir ef útsýnið upp Skógaheiði, allt til Goðasteins og jökulsins er gott.
Eftir hádegisverð í Vík í Mýrdal , er haldið áfram austur á bóginn, yfir auðnina Mýrdalssand og hraunflákann Eldhraun en á báðum stöðum geta sandstormar hrellt ferðalangana.
Á Kirkjubæjarklaustri rifjum við upp sögu staðarins og Eldklerksins í hinu nýja fræðasetri sem nýlega hóf starfsemi, skoðum Kirkjugólfið en síðan er haldið að Hótel Kirkjubæjarklaustri þar sem okkar bíður kvöldverður og næturgisting.

Dagur 2 (Laugardagur).
V
ið höldum á leið næsta dag sem leið liggur áfram austur Síðu og Fljótshverfi. Á leiðinni getum við bæði skoðað Dverghamra við Foss á Síðu og bænahúsið á Núpsstað , ellegar geymt okkur það til heimfararinnar á morgun.
Komið er á Skeiðarársand, við Gígjukvísl síðdegis og ummerkin eftir hlaupið mikla í Nóvember 1996 skoðuð gaumgæfilega.Þvínæst höldum við upp að jökulröndinni við Sæluhúsavötn og göngum svo áleiðis upp að jöklinum, í átt að upptökum flóðsins,eins og færð og vatnagangur leyfir.
Loks er ekið austur Skeiðarársand í átt til Skaftafells og skemmdir á mannvirkjum, vegum og brúm skoðað enn beturaf stað austur á bóginn í átt að Jökulsárlóni, með sjálfan Öræfajökul á vinstri hönd og vonumst eftir því að gott útsýni gefist á leiðinni til sjálfs Hvannadalshnúks (2.119 m), svo og til allra hinna fjölmörgu skriðjökla falla fram af bergstálinu og breiða úr sér á láglendinu.
Bátsferðum um Jökulsárlón er aðeins haldið uppi að vor og sumarlagi, en sé ferð okkar farin á öðrum árstímum, þá má allt eins byrja á því að dást að virðulegri siglingu stórjakanna á lóninu, og leggja svo í góða gönguferð niður með stystu jökulsá landsins allt til sjávar og kíkja á leiðinni eftir sel, sem gjarnan heldur til í útfallinu þar sem hann situr fyrir fiski sem gjarnan leitar upp í ósinn.
Annar möguleiki á ævintýraferð þennan morgun er að leggja upp í Ingólfshöfðaleiðangur með feðgunum á Hofsnesi, en sú ferð er einkar áhugaverð snemmsumars þegar fuglalífið í höfðanum stendur í sem mestum blóma.
Þegar komið er aftur til baka í Skaftafell er lagt upp í gönguferð um þjóðgarðinn, t.d. að rótum Skaftafellsjökuls, eða upp heiðina að Svartafossi og Sjónarskeri, þaðan sem óviðjafnanlegt útsýni yfir Skeiðarársand og fjallahringinn í kring getur að líta.
Að gönguferðinni lokinn nýtum við okkur aðstöðuna í Þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli, en hún er einnig aðeins starfrækt hluta úr árinu og sé hún lokuð þá leitum við til næsta þjónustustaðar í nágrenninu, nefnilega Kirkjubæjarklausturs, þar sem veitingar fást, áður en lagt er á stað heimleiðis síðdegis. Næturgisting í Vík (eða Hvolsvelli).

Dagur 2 (Sunnudagur).

Ekið viðkomulítið til baka, skoðum Reynisfjöru, Sólheimajökul, Skógasafn, og höldum síðan sem leið liggur um Suðurlandsundirlendið uns komið er í Hveragerði, þar sem við gerum stuttan stans í Eden eða Laugaskarðslaug.

Ekið þvínæst um sunnanvert Reykjanesið um Krísuvíkurveg, allt til Grindavíkur þar sem við svipumst um og heimsækjum Sjómannastofuna, en síðan er haldið í Svartsengi og Bláa-Lónið og loks haldið heimleiðis um Vatnsleysustrandarveg.
Komið til Reykjavíkur milli kl.17 og 18:00.
Lengd: 3 dagar, 2 nætur..
Lágmarksfjöldi farþega: 2 manns, Hámark: 10 (Hægt er að taka stærri sérhópa*)

Brottför: annan hvern föstudag eða eftir pöntun, starfrækt allt árið
Vetrarverð að (til 30 Apríl, Okt-Des):
Sumar
Verð
(Maí-Sept):
Staðfestingargjald:
20% ; Álag vegna eins manns herbergis: +18%
*Álag vegna einkahóps: (Ferðin aðeins fyrir þig og þína vini: +10%)
Fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum velkomnar:
bókið og staðfestið.
Þóknun til söluaðila: leitið tilboða.
Brottfarir: Sjá Brottfarir hér tilvinstri
Söluskilmálar (vinsamlegast lesið vandlega)
Innifalið: Akstur og leiðsögn. Gisting í tveggja manna herbergi með baði.
Fullt fæði, frá hádegisverði fyrsta daginn til hádegisverðar síðasta dag.
Nauðsynlegur búnaður: Góðir gönguskór og hlífðarfatnaður. Sundfatnaður

bakalabelheimlabelefstlabel