Reykjanes og Bláa Lónið

Við hefjum þessa stuttferð með því að aka sem leið liggur út úr bænum suður Hafnafjarðarveg og sveigja þaðan suður á Álftanes þar sem ætlun okkar er að heimsækja forsetasetrið á Bessastöðum. Fyrir utan kirkju staðarins sem er all sérstæð, þá eru Bessastaðir einkum þekktir fyrir fjölbreytt fuglalíf, einkum á vorin,þegar margar áhugaverðar farfuglategundir hafa þar viðkomu.

Við skoðum síðan hið fjölbreytta athafnalíf við Hafnarfjarðarhöfn á leið okkar suður úr bænum og þræðum síðan Vatnsleysustrandarveg í átt að Vogum og Innri Njarðvík þar sem mögulegt er að kynna sér verbúðalíf fyrri alda.
Við höldum þvínæst úr skarkala og umferðargný Reykjanesbrautarinnar yfir á hinn fáfarna Hafnaveg og skoðum þar í plássinu hið einkar áhugaverða sædýrasafn sem þar hefur verið komið á fót og hugum auk þess að fuglalífi og gömlum rústum við sjávarsíðuna.
Í Stóru Sandvík gefur að líta greinargóð ummerki þess( jarðsig og gliðnun) að þar um slóðir gengur Norður-Atlantshafshryggurinn á land úr hafinu.
Þegar komið er út á sjálft Reykjanesið,þá getur fyrst að líta ummerki eftir hinn mikla jarðhita sem þar býr í jörðu og þau mannanna verk sem framin hafa verin til þess að hafa af honum áþreifanlegt gagn .
En við höldum heldur rakleiðis út á sjálft annesið, að hinu gamla stæði Reykjanessvitans þaðan sem óviðjafnanlegt útsýni getur að líta: Eldey úti við hafsbrún, stöðug umferð skipa og báta í sundinu en Karlinn og fuglamergð allan ársins hring í forgrunni,og svo landmegin nýja Reykjanesvitann.
Innsiglingin í Grindavíkurhöfn færir ferðamanninum heim sanninn um það hversu tvísýn sjósókn manna yfirleitt er á þessum slóðum, en iðandi atvinnulíf í bænum og glæsileg híbýli manna á staðnum eru jafnframt til marks um það að eftir miklu er að slægjast þegar vel tekst til.
Við ljúkum svo þessari ferð með því að skoða mannvirkin í Svartsengi,og fáum okkur þvínæst gott bað í Bláa Lóninu áður en haldið er heim á leið til Reykjavíkur.
Lengd: 4 klst.,
Brottför: Daglega kl. 8:30 og 13:30, samkvæmt pöntun.
Verð pr.mann (fyrir 4 farþ.eða fleiri):

(Vinsamlegast veljið gjaldmiðil)

bakalabelheimlabelefstlabel