Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Nesjavallavirkjun

Leið okkar liggur upp úr Árbænum , austur línuveginn í átt að Hengilssvæðinu, en á þessu svæði hafa nokkrir dularfullir og allsnarpir jarðskjálftar átt sér stað að undanförnu.Við fylgjum hitaveituæðinni yfir fjallið, um Dyradal og dáumst í leiðinni að mjög fallegum móbergsmyndunum, og rennum síðan niður að útsýnispallinum þaðan sem óviðjafnanlegt útsýni yfir virkjunarsvæðið á Nesjavöllum, háhitasvæðin í Henglinum og sjálft Þingvallavatn getur að líta.

Eftir að hafa skoðað sjálfa virkjunina, gufuborholur og framkvæmdir við stækkun mannvirkjanna á svæðinu, þá höldum við Grafningsveg undir Jórukleif þaðan sem einna best sést til eyjanna á Þingvallavatni, Nesjaeyjar og Sandeyjar, en þær eru eins og kunnugt er báðar merki um forna eldvirkni í vatninu.
Brátt er komið að sjálfum þjóðgarðinum þar sem fyrst liggur fyrir að ganga að útsýnisskífunni við Almannagjá, en þar sést einna best í heiminum til þeirra ummerkja sem hin mikla gliðnun á Norður-Atlantshafshryggnum hefur valdið á jarðskorpunni.Þvínæst er haldið fótgangandi niður sjálfa Almannagjá allt til hins forna þingstaðar þar sem gerð verður grein fyrir sögu staðarins.
Við skoðum þvínæst blátært,sindrandi vatnið í gjánum og fjársjóðinn í Nikulásargjá áður en við höldum austur og suður fyrir vatnið, framhjá Arnarfelli, í átt að vatnsaflsvirkjununum við Sog.
Ferðinni lýkur svo á því að við ökum um fallegt landsvæði suðurfyrir Ingólfsfjall allt til gróðurhúsabæjarins Hveragerðis þar sem hægt er bregða sér í betra loftslag með því að skoða suðræna gróðurinn í Eden og fá sér hressingu.
Lengd ferðar: 3,5 - 4 klst. ;
Brottfarir: Daglega kl.8:30 og 13:30; samkvæmt pöntun.
Verð pr.mann (fyrir 4 farþ.eða fleiri):

(Vinsamlegast veljið gjaldmiðil)

bakalabelheimlabelefstlabel