Nágrenni Heklu og Þjórsárdalur


Við hefjum för árla dags og ökum sem leið liggur austur Hellisheiði, framhjá Hveragerði og höldum upp Biskupstungnabraut um Grímsnesið, þar sem við skoðum Kerið og síðan er haldið í Skálholt þar sem dómkirkjan og fagurt umhverfi er skoðað.
Síðan rennum við niður á Skeiðaveginn allt að Flúðum, þar sem margskonar ferðaþjónusta stendur til boða, og höldum síðan upp Þjórsárdalinn þar sem t.d. má skoða Hjálparfoss, eða Þjóðveldisbæinn við Búrfell eða jafnvel rústirnar á Stöng ,Gjána og Háafoss. Ofan stíflu lítum við á hinar umfangsmiklu framkvæmdir sem nú standa þar yfir við stækkun virkjana á svæðinu.
Handan Þjórsár erum við svo komin á Landveg og um leið og bíllinn þýtur átakalaust yfir vikurbreiðurnar þá vonumst við að sjálfsögðu til að Hekla sýni á sér betri hliðina og gott útsýni gefist til fjallsins.Tilvalið er einnig að halda inn á Dómadalsleið í átt að Skjólkvíum þar sem nýrunnið hraun (1970) frá Heklu er einna aðgengilegast á svæðinu.
Á heimleiðinni skoðum við svo Hekluminjasafnið á Brúarlundi, ef það er opið, en einnig má bregða sér á hestbak hjá einum af hinum fjölmörgu þjónustuaðilum í þeirri grein á svæðinu, t.d. Austvaðsholti (ath.ekki innifalið).
Leiðin liggur síðan heim um þjóðveg númer eitt,um Selfoss og Hveragerði, þar sem við skoðum gróðurhúsið Eden, og til Reykjavíkur þar sem ferðinni lýkur væntanlega um kl 18:30.
Lengd ferðar: 8-9 klst.,
Brottför: miðvikudaga kl. 8:30 , eða eftir pöntun.
Verð pr.mann
(fyrir 4 farþega eða fleiri):

(Vinsamlegast eljið gjaldmiðil)
Innifalin þjónusta: Akstur og leiðsögn.

bakalabelheimlabelefstlabel