Gönguferð í Heiðmörk og Búrfellsgjá


Við ökum austur á bóginn framhjá Rauðavatni og beygjum af Suðurlandsvegi í áttina að gervigíghólaþyrpingunni Rauðhólum, sem eru enn,þrátt fyrir illa meðferð og ótæpilegt gjallnám um miðbik aldarinnar, vel þess virði að þeir séu skoðaðir.
Við ökum þvínæst að gamla bænum á Elliðavatni,þar sem við fáum okkur stuttan göngutúr á bökkum Elliðavatns í áttina að Þingnesi,sem er líklega elsta þingsvæði landsins og staðurinn því einn merkasti sögustaður landsins. En á góðum degi er það þó miklu fremur hin mikla náttúrufegurð og lífríki sem hrífur hug ferðalangsins.
Að því loknu, þá rennum við í rólegheitum suður Hjallabraut, en svo heitir aðalleiðin í gegnum friðlandið, uns við komum að Hjallaenda þar sem tilvalið er að klífa upp að hringsjánni og skyggnast til fjalla.
Við Selgjá yfirgefum við bílinn aftur og höldum áleiðis í klukkustundarlanga gönguferð um hrauntraðirnar upp Búrfellsgjá en eldvörpin þar eru ekki aðeins einhver þau fegurstu í nágrenni Reykjavíkur, heldur er erfitt að finna jafningja þeirra á landsvísu.
Á bakaleiðinni má gægjast inní Maríuhella, en ferðinni lýkur síðan með því að ferðalöngunum er skilað til síns gististaðar í höfuðstaðnum.
Lengd: 3 klst,
Brottför: Daglega samkvæmt pöntun,
Verð pr.mann (fyrir 4 farþ.eða fleiri):

(Vinsamlegast veljið gjaldmiðil)

bakalabelheimlabelefstlabel